Allir hvolparnir farnir að heiman

Nú sitjum við hér í rólegheitunum í Heiðarbænum, búin að afhenda alla hvolpana. Við vorum ótrúlega heppin, okkur líst svo vel á alla nýju hvolpaeigendurna.  Við höfum fengið fréttir af honum Loga, hann hefur fengið nafnið Caffon og hann er alsæll hjá nýju fjölskyldunni. Við bíðum nú spennt eftir að heyra af hinum hvolpunum. Indira og Hnappur liggja eins og skotin, staðráðin í að hvíla sig vel á meðan enginn hvolpur er í húsinu...  Kveðja Anna og Haukur

Feldur er seldur!

Já það var að sjálfsögðu mikill áhugi fyrir honum Feldi okkar, enda glæsilegur hundur. Hann mun flytja á Selfoss þessi elska.  Og nú fer að styttast biðin, því hvolparnir verða afhendir  seinnipartinn í þessari vikuSmile Kveðja frá Heiðarbæ

 

 


Hvolparnir dafna vel og einn af þeim til sölu

Það er nú aldeilis gaman hjá okkur núna, hvolparnir verða sjö vikna á morgun og eru fjörugir og skemmtilegir. Nýjar myndir eru nú komnar inná siðuna en vegna tæknilegra vandræða kom ég ekki öllum myndunum inn í bili, en vonandi get ég ráðið fram úr því sem fyrst því ég á svo mikið af fínum myndum. Flestar myndirnar sem komust inn eru af honum Feldi en svo vill nú til að vegna breyttra aðstæðna er hann nú til sölu. Hann er myndarlegur og duglegur hundur sem gæti verið gaman að fara með á sýningu. 'Áhugasamir geta haft samband við okkur í síma: 864-0505 (Anna) eða 892-3905 (Haukur).  

Kveðja Anna Birna 


5 hvolpar í Heiðarbæ

Jæja loksins ætla ég að láta verða af því að setja nokkrar myndir af krílunum á síðuna.

Þau urðu þriggja vikna gömul í gær þessar elskur, tvær tíkur og þrír rakkar.

Það er búið að vera ævintýri líkast að fylgjast með þeim.

Fyrst auðvitað bara að sjúga mömmu sína og sofa, síðan að skríða og standa á fætur með tilheyrandi byltum. Mikil gleði var á heimilinu þegar þau opnuðu augun og ég tala nú ekki um þegar þau byrjuðu að smakka hvolpagrautinn góða. Nú er mjög vinsælt að reyna að komast uppúr hvolpakassanum og á einn herra sem við höfum nefnt Feld vinninginn þar.

Ég mun svo þegar þau verða aðeins eldri setja fleiri myndir inná síðuna.

 

Kveðja Anna Birna 


Nýjar myndir

Inn á 'Myndaalbúm' hér fyrir ofan eru komnar nokkrar nýjar myndir í albúm sem heitir 'Mamman - Indira'. Þessar myndir voru teknar í köldu en fallegu veðri í Heiðarbænum í gær. Fyrirsætan var þó allt annað er til í tuskið, enda alveg komin á steypirinn greyið!

Næstu myndir verða svo sennilega af henni með hvolpunum sínum Wink


Nú fer að koma að því...

Við eignuðumst hana Indiru í desember í fyrra en fyrir áttum við hann Hnapp hinn íslenska. Við erum afskaplega ánægð með þau bæði en þau eru einstaklega blíðir og góðir heimilishundar. Vinkona okkar hún Arna fann fyrir okkur tíkina og náði í hana fyrir okkur til Þýskalands  Indira á nú í næstu viku von á hvolpum og er mikil tilhlökkun á heimilinu vegna þess. Gildewangen´s Istan er pabbinn og skilst mér að hann sé mjög spenntur líka.  Við munum á  næstunni færa fleiri fréttir af gotinu og setja inn myndir.   Bless i bili...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Indira vom Dorahaus.

 

Gildewangen's Istan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gildewangen´s Istan.

Fengum lánaða þessa flottu mynd af Istan á heimasíðu Gunnarsholtsræktunar, http://asp.internet.is/schafer/. Myndina tók Anna Francesca.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband